Ferill 929. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2061  —  929. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hafa verið útgjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar?
     2.      Hve háum fjárhæðum vörðu ráðuneytið og undirstofnanir þess til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar frá árinu 2009?
     3.      Hvaða sérsmíðaða hugbúnað er ráðuneytið og hver undirstofnun þess að nota og:
                  a.      hver er eigandi hugbúnaðarins,
                  b.      eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út,
                  c.      var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar,
                  d.      hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins,
                  e.      hver er tilgangur hugbúnaðarins?


    Auk aðalskrifstofu ráðuneytisins var leitað svara hjá eftirtöldum 14 stofnunum: Embætti landlæknis, Geislavörnum ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Landspítala, Lyfjastofnun, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Sjúkratryggingum Íslands. Af þeim sáu tíu stofnanir sér fært að svara þrátt fyrir ítrekaða ósk um svör og má sjá svör þeirra hér á eftir. Svör bárust á ýmsu formi og hafa þau verið samræmd eftir því sem unnt er.
    Til að svara 1. tölul. fyrirspurnarinnar fengu stofnanirnar tilmæli frá ráðuneytinu um að skoða sérstaklega eftirfarandi bókhaldstegundir: 54520 – hugbúnaðargerð, 54521 – hugbúnaðargerð án VSK, 55170 – hugbúnaður og 55540/55548 – uppsetning á net- og hugbúnaði. Í þeim tilvikum þar sem ekki er getið fyrrgreindra bókhaldstegunda eða eyður eru í töflum þá þýðir það að engin fjárhæð hefur verið bókuð þar undir.

Heilbrigðisráðuneytið, aðalskrifstofa.
    1.     Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem aðalskrifstofa ráðuneytisins hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009, skipt á bókhaldstegundir.
    Ráðuneytið notar almennt ekki sérsmíðaðan hugbúnað.

Ár 54520
Hugbúnaðargerð
55170
Hugbúnaður
55540/55548
Uppsetning á net- og hugbúnaði
Samtals
2009–2010 Heilbrigðisráðuneytið 378.451 4.497.410 4.875.861
2011–2018 Velferðarráðuneytið* 3.078.245 29.090.345 456.414 32.625.004*
2019 jan.–jún. Heilbrigðisráðuneytið 1.372.326 1.372.626
* Hér er um að ræða fjárhæðir frá velferðarráðuneytinu. Á þessum tíma var heilbrigðisráðuneytið hluti af því ásamt félagsmálaráðuneytinu. Því munu sömu tölur birtast í svari félags- og barnamálaráðherra.

    2. Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á sundurliðun vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað.
    3. Ráðuneytið notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Embætti landlæknis.
    
1. Sjá töflu hér á eftir.
Ár 54520/54521 Hugbúnaðargerð 55170
Hugbúnaður
55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Samtals
2009 – maí 2019 1.294.700 107.800 42.300 1.444.800

    2. Í fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er ekki greint sérstaklega á milli leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað.
    3.
    a. Embætti landlæknis á þann hugbúnað sem hefur verið sérsmíðaður fyrir embættið.
    b. Ýmsum leiðum, t.d. APEX, Delphi, .Net, Power BI, SAP/BO, og SQL-gagnagrunnsforritun.
    c. Hugbúnaðurinn var þróaður bæði af starfsmönnum innan stofnunarinnar og af verktökum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    d.     Sjá töflu:
    e.     Sjá töflu:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Geislavarnir ríkisins
    1.     Sjá töflu hér á eftir.
Ár 54520
Hugbúnaðargerð
54521
Hugbúnaðargerð án VSK
55170/55172 Hugbúnaður 55548
Uppsetning á net- og hugbúnaði
Samtals
2009–2018 18.110.639 512.119 9.003.779 1.181.821 28.808.358

    2. Sundurliðun leyfis- og þjónustugjalda er ekki aðgengileg í bókhaldskerfi ríkisins og því liggja upplýsingarnar ekki fyrir.
    3. Stofnunin er með sérsmíðaðan hugbúnað sem tengist eftirliti og mælingum. Sá hugbúnaður hefur verið smíðaður af starfsmönnum, m.a. sumarstarfsmönnum. Tölvuþjónusta sem sér um umsjón og viðhald tölvukerfis Geislavarna sér um viðhald á sérsmíðuðum hugbúnaði í samvinnu við starfsmenn. Þessi hluti vinnu tölvuþjónustunnar er óverulegur og ekki bókfærður sérstaklega í bókhaldskerfi.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
    1. Sjá töflu hér á eftir.
Ár 54520 Hugbúnaðargerð 55170
Hugbúnaður
55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Samtals
2014*–júní 2019 13.861.278 121.079.964 2.881.115 137.822.357
*Stofnunin varð til 2014.

    2.     Í bókhaldi er ekki sundurliðað vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
    1.     Sjá töflu hér á eftir. Eingöngu er um almennan hugbúnað að ræða.
Ár Hugbúnaðarkaup Leyfisgjöld Þjónustugjöld Samtals
2009–2018 469.194 469.194
2009–2018 47.358.149 30.710.306 78.068.455

    2.     Sjá töflu hér að framan varðandi leyfis- og þjónustugjöld.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

    1.     Sjá töflu hér á eftir. Eingöngu er um almennan hugbúnað að ræða.
Ár 54520 Hugbúnaðargerð 54521 Hugbúnaðargerð án VSK 55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Leyfis- og þjónustugjöld Samtals
*2010– 2018 101.043.433 120.703 43.379.501 7.687.016 152.230.653
*2010–2018 150.078.127 150.078.127
*Stofnunin tók til starfa árið 2010.

    2.     Sjá töflu hér að framan varðandi leyfis- og þjónustugjöld.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
    1.     Hér er einungis um að ræða almennan hugbúnað.
Ár 54520 Hugbúnaðargerð 54521 Hugbúnaðargerð án VSK 55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Samtals
2009–2018 2.185.045 95.166 1.016.788 683.053 3.980.052

    2.     Í bókhaldi er ekki sundurliðað vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
    1.     Sjá töflu hér á eftir.
Ár 54520
Hugbúnaðargerð
55170
Hugbúnaður
Samtals
2011–2018 23.841.291 459.198 24.300.489

    2.     Ekki barst svar.
    3.     Ekki barst svar.

Lyfjastofnun.
    1.     Sjá töflu hér á eftir. Stofnunin notar almennt ekki sérsmíðaðan hugbúnað.
Ár 54520 Hugbúnaðargerð 54521 Hugbúnaðargerð án VSK 55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning net- og hugbúnaðar Samtals
2009–2018 143.274.868 9.557.818 71.707.811 211.712 224.752.209

    2.     Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á sundurliðun vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.


Sjúkrahúsið á Akureyri.

    1.     Sjá töflu hér á eftir.
Ár 54520 Hugbúnaðargerð 54521 Hugbúnaðargerð án VSK 55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning net- og hugbúnaðar Samtals
2009–2018 537.396.216 52.453.645 170.072.908 861.198 760.783.967

    2.     Ekki barst svar.
    3.     Ekki barst svar.
         
Sjúkratryggingar Íslands.
    1.     Sjá töflu hér á eftir. Eingöngu er um sérsmíðaðan hugbúnað að ræða.
Ár

Samtals, kr.

2009–2018
Hugbúnaður 1.261.071.569
2009–2018 Leyfis- og þjónustugjöld 75.168.377

    2.     Sjá töflu hér að framan. Ekki er unnt að sundurgreina leyfis- og þjónustugjöld.
    3.     „Sjúkratryggingar nota umfangsmikil réttindakerfi til móttöku á umsóknum og vinnslu á þeim, móttöku á reikningum og vinnslu á þeim, ákvörðunar réttinda, samskipta við veitendur heilbrigðisþjónustu, veitingar upplýsinga til einstaklinga, útreiknings á greiðsluþátttöku einstaklinga, eftirlits og margs fleira. Kerfin halda utan um greiðslur að upphæð um 100 milljarða á ársgrundvelli til mikils fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu og til einstaklinga. Meðal kerfa eru kerfi til úrvinnslu og greiðslu vegna sérfræðilækna, þjálfunar, lyfja, hjálpartækja, tannlækninga, hjúkrunarheimila, heilsugæslu, erlends sjúkrakostnaðar o.fl. o.fl.“
og:
    a. hver er eigandi hugbúnaðarins, – Sjúkratryggingar Íslands
    b. eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út, – ekki er fjallað um tegund hugbúnaðarleyfis í samningum um hugbúnaðinn,
    c. var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar, – verktökum,
    d. hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins, – sjá svar við spurningu 1.
    e. hver er tilgangur hugbúnaðarins? – sjá svar við spurningu 3.