Ferill 705. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 35/150.

Þingskjal 1462  —  705. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 frá 13. desember 2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13. apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013.
     2.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/716 frá 11. maí 2016 um niðurfellingu framkvæmdarákvörðunar 2012/733/ESB um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 að því er varðar afgreiðslu atvinnutilboða og atvinnuumsókna og endurreisn EURES-netsins.
     3.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1255 frá 11. júlí 2017 um sniðmát til að lýsa landsbundnum kerfum og verklagsreglum við að taka stofnanir eða fyrirtæki inn sem aðila og samstarfsaðila EURES-netsins.
     4.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1256 frá 11. júlí 2017 um sniðmát og verklagsreglur vegna skipta á upplýsingum um landsbundnar vinnuáætlanir EURES-netsins á vettvangi Sambandsins.
     5.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1257 frá 11. júlí 2017 um nauðsynlega tæknistaðla og sniðmát vegna samræmds heildarkerfis sem gerir kleift að para saman lausar stöður við atvinnuumsóknir og ferilskrár í EURES-vefgáttinni.
     6.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/170 frá 2. febrúar 2018 um samræmdar ítarlegar forskriftir fyrir gagnasöfnun og -greiningu til að fylgjast með og meta virkni EURES-netsins.
     7.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1020 frá 18. júlí 2018 um samþykkt og uppfærslu á lista evrópska flokkunarkerfisins yfir færni, hæfni og starfsgreinar vegna sjálfvirkrar pörunar í gegnum sameiginlega EURES-upplýsingatækniverkvanginn.
     8.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1021 frá 18. júlí 2018 um samþykkt nauðsynlegra tæknistaðla og sniða til að starfrækja sjálfvirka pörun í gegnum sameiginlega upplýsingatækniverkvanginn með aðstoð evrópska flokkunarkerfisins og samvirkni milli landsbundinna kerfa og evrópska flokkunarkerfisins.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2020.