Gunnar Örlygsson

Gunnar Örlygsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Keflavík 4. ágúst 1971. Foreldrar: Örlygur Þorvaldsson (fæddur 4. apríl 1926, dáinn 17. ágúst 2013) flugumsjónarmaður og kona hans Guðbjörg Erna Agnarsdóttir (fædd 11. nóvember 1934) matráðskona. Maki (21. maí 2005): Guðrún Hildur Jóhannsdóttir (fædd 13. mars 1978) sölufulltrúi. Foreldrar: Jóhann Kjartansson og kona hans Þórhildur Loftsdóttir. Stjúpdóttir: Birta Rún (1999).

Grunnskólapróf frá Grunnskóla Njarðvíkur 1986. Stundaði nám tvo vetur í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Próf í markaðs- og útflutningsfræðum frá Den Danske Exportskole 1996. Nám í spænsku í Malaga 2000–2001.

Sjómennska á ýmsum fiskiskipum 1986–1995. Söluverktaki hjá útflutningsfyrirtækinu Fisco ehf. 1996–1998. Framkvæmdastjóri Noordzee Iceland 1998–2000. Gerði út netabátinn Örlyg KE 111 1999–2000. Flutti út frystar afurðir frá Íslandi til Spánar sem verktaki fyrir spænskt félag 2000–2002.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Allsherjarnefnd 2003, félagsmálanefnd 2003–2005, heilbrigðis- og trygginganefnd 2005–2007, iðnaðarnefnd 2005–2007, landbúnaðarnefnd 2005–2007.

Íslandsdeild VES-þingsins 2005–2007.

Æviágripi síðast breytt 8. október 2019.

Áskriftir