Lára Margrét Ragnarsdóttir

Lára Margrét Ragnarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður október- nóvember 2003, febrúar, apríl–maí og júlí 2004, febrúar og desember 2005, febrúar–mars 2006 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 9. október 1947, dáin 29. janúar 2012. Foreldrar: Ragnar Tómas Árnason (fæddur 13. mars 1917, dáinn 3. mars 1984) útvarpsþulur og verslunarmaður og kona hans Jónína Vigdís Schram (fædd 14. júní 1923, dáin 28. mars 2007) læknaritari. Maki (18. júní 1967): Ólafur Grétar Guðmundsson (fæddur 26. febrúar 1946) augnlæknir. Þau skildu. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og kona hans Anna Friðriksdóttir. Börn: Anna Kristín (fædd 1966, dáin 2013), Ingvi Steinar (1973), Atli Ragnar (1976).

Stúdentspróf MR 1967. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. Framhaldsnám við Verslunarháskólann í Björgvin 1979–1981. Eisenhower Fellow 1990.

Skrifstofustjóri hjá Læknasamtökunum 1968–1972. Ráðgjafi í sjúkrahússtjórn hjá Arthur D. Little, Boston, Bandaríkjunum, 1982–1983. Forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítalanna 1983–1985. Framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1985–1989. Kennari í heilsuhagfræði við Hjúkrunarskólann 1985–1986 og Nýja hjúkrunarskólann 1986–1989. Forstöðumaður þróunardeildar Ríkisspítalanna 1989–1991.

Í heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1983, formaður 1990–1992. Í stjórn Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki 1986–1989 og frá 1990, formaður stjórnar 1991–1996. Í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi síðan 1987, í aðalstjórn 1990–1992. Í stjórn Íslensku óperunnar 1987–2000. Í stjórn Íslensk-ameríska félagsins 1987–1996, formaður 1991–1996. Formaður Skálholtsnefndar 1991–1993. Í nefnd um endurskoðun heilbrigðisþjónustu 1991–1993. Formaður nefndar um umferðaröryggismál 1994–1995. Í nefnd um áhrif EES-samningsins á lyfjakostnað 1994–1995. Varamaður fastanefndar Evrópuráðsþingsins um tengsl milli þjóðþinga og almannatengsl 1993–1994, formaður 1994–1997. Varaformaður félags-, heilbrigðis- og fjölskyldunefndar Evrópuráðsþingsins 1997–2000, formaður frá 2000. Sat þing Vestur-Evrópusambandsins 1995–1999, formaður Íslandsdeildar þess. Formaður nefndar um endurskoðun á lögum um helgidagafrið 1995 og í nefnd um fjölskyldustefnu 1995. Varaforseti Evrópuráðsþingsins 1998–2000. Í stjórn International Institute for Democracy frá 1999.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður október- nóvember 2003, febrúar, apríl–maí og júlí 2004, febrúar og desember 2005, febrúar–mars 2006 (Sjálfstæðisflokkur).

Utanríkismálanefnd 1991–2003, umhverfisnefnd 1991–1999, heilbrigðis- og trygginganefnd 1991–2003.

Íslandsdeild VES-þingsins 1995–1999 (formaður), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 1991–2003 (formaður 1995–2003).

Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir