Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 623, 115. löggjafarþing 56. mál: Lyfjatæknaskóli Íslands.
Lög nr. 15 1. apríl 1992.

Lög um breytingu á lögum um Lyfjatæknaskóla Íslands, lögum um sjúkraliða, lögum um Ljósmæðraskóla Íslands og á ljósmæðralögum.


1. gr.

      15. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu, með síðari breytingum, orðast svo:
     Menntamálaráðuneytið starfrækir við framhaldsskóla nám í lyfjatækni í samvinnu við samtök lyfsala. Menntamálaráðherra setur með reglugerð ákvæði um námið og tilhögun þess.
     Lyfjabúðum er skylt samkvæmt nánari ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í reglugerð að vista lyfjatækninema til verklegs náms.

2. gr.

     1. mgr. 2. gr. laga um sjúkraliða, nr. 58/1984, með síðari breytingum, orðast svo:
     Leyfi skv. 1. gr. má veita þeim sem lokið hafa námi frá skóla hér á landi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið viðurkennir.
     4. mgr. 5. gr. laga um sjúkraliða, nr. 58/1984, eins og greininni var breytt með lögum nr. 73/1989, fellur niður.

3. gr.

     Við 6. gr. laga nr. 35/1964, um Ljósmæðraskóla Íslands, bætist nýr málsliður svohljóðandi:
     Lög þessi falla úr gildi 1. júlí 1994.

4. gr.

     1. mgr. 2. gr. ljósmæðralaga, nr. 67/1984, orðast svo:
     Leyfi skv. 1. gr. má veita þeim sem lokið hafa námi frá skóla hér á landi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið viðurkennir.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1992.

Samþykkt á Alþingi 24. mars 1992.