Á forsíðu
Þingmál
Þingmenn
Þingfundir
Ræður
Lagasafn
Þingnefndir
Alþjóðastarf
Bein útsending


Næst í nærmynd
Sigmar Guðmundsson
12. þm. SV, V, SGuðm
Sigmar Guðmundsson

   
Ólöf Nordal

Ólöf Nordal

Fædd í Reykjavík 3. desember 1966, dáin 8. febrúar 2017. Foreldrar: Jóhannes Nordal (fæddur 11. maí 1924) fyrrverandi seðlabankastjóri og Dóra Guðjónsdóttir Nordal (fædd 28. mars 1928) píanóleikari og húsmóðir. Maki: Tómas Már Sigurðsson (fæddur 1. febrúar 1968) forstjóri. Foreldrar: Sigurður Kristján Oddsson og Herdís Tómasdóttir. Börn: Sigurður (1991), Jóhannes (1994), Herdís (1996), Dóra (2004).

Stúdentspróf MR 1986. Lögfræðipróf frá HÍ 1994. MBA-próf frá HR 2002.

Deildarstjóri í samgönguráðuneyti 1996-1999. Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999-2002. Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001-2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004. Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005 en 2005 var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna, framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014. Innanríkisráðherra 4. desember 2014 til 11. janúar 2017.

Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Formaður Spes, hjálparsamtaka vegna byggingar barnaþorpa í Afríku. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og 2015-2017.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007-2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og 2016-2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Innanríkisráðherra 2014-2017.

Allsherjarnefnd 2007-2010, samgöngunefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2007-2009, fjárlaganefnd 2009-2010, kjörbréfanefnd 2009-2011, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011, utanríkismálanefnd 2010-2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011-2013 og 2017, velferðarnefnd 2017.



Síðast breytt 21.04.2017.





Þingmenn í stafrófsröð

Skammstafanir í æviágripum



Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um
vef Alþingis skal beint til ritstjóra vefs Alþingis.