26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 24. og 25. fundar voru samþykktar.

2) 429. mál - menningarminjar Kl. 09:15
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Helga Vala Helgadóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði sérálit.

3) Heiðurslaun listamanna Kl. 09:20
Nefndin ræddi málið.

Nefndin afgreiddi breytingartillögu við fjárlög 2023 um heiðurslaun listamanna.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 14:08
Samþykkt var að Jóhann Friðrik Friðrikssson taki sæti Jódísar Skúladóttur í undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi störf nefndarinnar og fyrirkomulag næstu funda.

Fundi slitið kl. 11:00