41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 09:20


Mætt:

Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:20
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:20
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:20
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:20
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:25

Bryndís Haraldsdóttir og Friðrik Már Sigurðsson voru fjarverandi.
Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Dagskrárlið frestað.

2) 542. mál - tónlist Kl. 09:22
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, Braga Valdimar Skúlason og Þórunni Grétu Sigurðardóttur frá STEF, Maríu Rut Reynisdóttur frá Reykjavíkurborg og Örn Hrafnkelsson frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafn.

3) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 09:22
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, Braga Valdimar Skúlason og Þórunni Grétu Sigurðardóttur frá STEF, Maríu Rut Reynisdóttur frá Reykjavíkurborg, Örn Hrafnkelsson frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafn og Svanhildi Konráðsdóttur frá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:50
Tillaga um að nefndin flytji frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:07
Að beiðni Birgis Þórarinssonar samþykkti nefndin að halda opinn fund um alþjóðlega vernd vegna aðstæðna í Venesúela og að fulltrúar kærunefndar útlendingamála yrðu gestir fundarins, sbr. 3. mgr. 19. gr. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15