57. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:20
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:02
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (EÁ), kl. 09:10

Bergþór Ólason vék af fundi kl. 11:30 og Jóhann Friðrik Friðriksson vék af fundi kl. 11:48.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

2) 895. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson frá Innviðaráðuneytinu.

3) 899. mál - kvikmyndalög Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Elísu Sóleyju Magnúsdóttur, Hildi Jörundsdóttur og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

4) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Dögg Auðunsdóttur frá Blaðamannafélagi Íslands, Stellu Samúelsdóttur frá UN Women á Íslandi, Steinunni Bergmann og Eddu Ólafsdóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Maríu Rún Bjarnadóttur frá embætti ríkislögreglustjóra.

5) 535. mál - lögreglulög Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maríu Rún Bjarnadóttur frá embætti ríkislögreglustjóra og Rögnu Bjarnadóttur, Kjartan Ólafsson og Drífu Kristínu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

6) 923. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 10:59
Tillaga um að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 822. mál - dómstólar Kl. 10:55
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Helga Vala Helgadóttir og Bergþór Ólason boðuðu sérálit.

8) 690. mál - myndlistarstefna til 2030 Kl. 10:58
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

9) Önnur mál Kl. 12:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:18