62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. maí 2023 kl. 13:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:23
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 13:00

Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson og Helga Vala Helgadóttir voru fjarverandi.

Tómas A. Tómasson vék af fundi kl. 14:00.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) Fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Boga Sveinsson frá héraðsskjalasafni Austfirðinga, Þorstein Tryggva Másson frá héraðsskjalasafni Árnesinga og Sólborgu Unu Pálsdóttur frá héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 893. mál - dómstólar Kl. 13:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristbjörgu Stephensen frá Dómarafélagi Íslands.

4) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Gestsdóttur frá Háskóla Íslands og Þorstein Siglaugsson frá Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

5) 944. mál - útlendingar Kl. 14:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Maríu Sigurðardóttur og Arnar Sigurð Hauksson frá dómsmálaráðuneytinu.

6) Önnur mál Kl. 13:40
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 13:45-14:00.

Fundi slitið kl. 14:54