36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. maí 2017 kl. 10:05


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 10:05
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:11
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 10:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:05
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 10:05
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 10:05

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:08
Á fund nefndarinnar komu Hjördís Jónsdóttir frá sambandi íslenskra námsmanna erlendis, Ragnar Auðun Árnason og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, og David Erik Mollberg frá landssamtökum íslenskra stúdenta. Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 374. mál - meðferð sakamála Kl. 10:37
Málið var afgreitt með samþykki allra nefndarmanna. Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti.

4) Önnur mál Kl. 10:42
Nefndin ræddi dagskrár næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:43