26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 08:50


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:50
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:50
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:50
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:50
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:50
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:52
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:59
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:50
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:50

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:50
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 128. mál - ættleiðingar Kl. 08:52
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Svanhildur Þorbjörnsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Samskipti og úrræði við innlend og erlend lögreglulið vegna horfinna einstaklinga Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið.

Á fund nefndarinnar kom Sólberg Bjarnason frá embætti ríkislögreglustjóra sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 09:58
Á fund nefndarinnar kom Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sem kynnti málið.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 10:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:16