43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00

Birgir Ármannsson og Jón Steindór Valdimarsson viku af fundi kl. 09:25.

Anna Kolbrún Árnadóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi sökum annarra þingstarfa.

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneyti. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Frá Persónuvernd mættu Helga Þórisdóttir og Vigdís Sigurðardóttir. Þær gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Hún gerði grein fyrir umsögn SA og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu enn fremur Brynjar Þór Jónsson og Björn Þ. Rögnvaldsson frá Vinnueftirlitinu. Þeir gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Páll Rafnar Þorsteinsson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Hann gerði grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 422. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:50
Dagskrárlið frestað.

4) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 10:50
Dagskrárlið frestað.

5) 252. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:50
Dagskrárlið frestað.

6) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 10:50
Dagskrárlið frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50