23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 3. desember 2020 kl. 09:10


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:10
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:10

Þorsteinn Sæmundsson boðaði forföll. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 09:45. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) Eftirfylgnisskýrsla GRECO um aðgerðir Íslands í fimmtu úttekt samtakanna og staða varðandi löggæslu Kl. 09:10
Nefndin ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Rögnu Bjarnadóttur og Silju Rán Arnarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 310. mál - listamannalaun Kl. 09:50
Nefndin ræddi við Karl Ágúst Úlfsson frá Rithöfundasambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Kjartan Ólafsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Birnu Hafstein og Hrafnhildi Theódórsdóttur frá Félagi íslenskra leikara og sviðslistafólks. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Höllu Helgadóttur og Hildi Steinþórsdóttur sem mættu fyrir hönd Fatahönnunarfélags Íslands, Arkitektafélags Íslands, Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Félags íslenskra teiknara og Félags vöru- og iðnhönnuða. Einnig sátu fundinn Steinunn Hrólfsdóttir frá Fatahönnunarfélagi Íslands og Þórunn Hannesdóttir frá Félagi vöru- og iðnhönnuða. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Önnu Eyjólfsdóttur og Hlyn Helgason frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Orra Huginn Ágústsson og Friðrik Friðriksson frá Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa og Gunnar Hrafnsson frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 20. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 09:20
Nefndin ræddi málið. Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið.

5) 21. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði Kl. 09:20
Nefndin ræddi málið. Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

6) Önnur mál Kl. 09:35
Nefndin ræddi störf nefndarinnar og fyrirkomulag næstu funda.

Hlé var gert á fundi kl. 09:40-09:50.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00