13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arnar Þór Jónsson (AÞJ), kl. 09:20
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Högni Elfar Gylfason (HEG), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10

Birgir Þórarinsson var fjarverandi.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 10:00.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 10., 11. og 12. fundar voru samþykktar.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnar Sigurð Hauksson, Gunnlaug Geirsson og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) 278. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Ásbjörnsson frá laganefnd Lögmannafélags Íslands.

4) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Heiðar Guðmundsson frá Samtökum atvinnulífsins og Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands. Því næst komu Ingvar J. Rögnvaldsson, Ingileif Eyleifsdóttir, Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Björnsdóttir frá Skattinum.

5) 32. mál - lögreglulög Kl. 10:40
Dagskrárlið frestað.

6) 215. mál - óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Kl. 10:54
Tillaga um að Bergþór Ólason verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 113. mál - félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum Kl. 10:55
Tillaga um að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 30. mál - rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum o.fl. Kl. 10:56
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 10:57
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00