47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:22
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Páleyju Borgþórsdóttur sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 690. mál - myndlistarstefna til 2030 Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna, Veru Sveinbjörnsdóttur og Guðrúnu Erlu Geirsdóttur frá Myndstefi, Margréti Elísabetu Ólafsdóttur frá Listfræðafélagi Íslands, Jóhann Ásgeir Hansen frá Fold uppboðshúsi og Önnu Láru Steindal og Unni Helgu Ottósdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

4) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Láru Steindal og Unni Helgu Ottósdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

5) 597. mál - íþrótta- og æskulýðsstarf Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Láru Steindal og Unni Helgu Ottósdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:20