72. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 71. fundar var samþykkt.

2) 45. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:11
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Tómas A. Tómasson.

3) 597. mál - íþrótta- og æskulýðsstarf Kl. 09:16
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið til 3. umræðu, án nefndarálits, var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Birgi Þórarinssyni, Helgu Völu Helgadóttur, Jódísi Skúladóttur, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur og Tómasi A. Tómassyni.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir greiddi atkvæði gegn afgreiðslu málsins og boðaði sérálit, auk þess að leggja fram eftirfarandi bókun:

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi verið brugðist við ábendingum Persónuverndar við vinnslu málsins í nefndinni. Með frumvarpinu stendur til að veita heimildir til vinnslu persónuupplýsinga sem Persónuvernd taldi ekki nógu skýrt afmarkaðar. Þrátt fyrir að skammur tími sé til þingloka hefði ég talið bæði mögulegt og rétt að fá fulltrúa Persónuverndar aftur til fundar við nefndina til þess að leitast við að afmarka heimildirnar betur til samræmis við ábendingar Persónuverndar, án þess að valda töfum á afgreiðslu málsins. Var beiðni minni þar að lútandi hafnað af nefndinni. Það eru ámælisverð vinnubrögð þegar um er að ræða þau grundvallarréttindi sem Persónuvernd er ætlað að standa vörð um. Persónuvernd er sá aðili sem Alþingi sjálft hefur falið það hlutverk að veita ráðgjöf við setningu laga, en með því að hafna beiðni um frekari aðkomu þeirra hefur nefndin kosið að hunsa þá mikilvægu ráðgjöf.

4) 956. mál - Mennta- og skólaþjónustustofa Kl. 09:27
Nefndin samþykkti, með vísan til 2. mgr. 2. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, eftirfarandi bókun:

Með fyrirliggjandi frumvarpi er lagt til að sett verði á fót ný stofnun, Mennta- og skólaþjónustustofa, sem fari með fjölbreytt þjónustu-, ráðgjafar- og stuðningshlutverk við menntun og skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Frumvarpið er viðamikið og næst ekki að ljúka umfjöllun þess og afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Brýnt er að það verði því endurflutt sem fyrst á næsta löggjafarþingi og hljóti forgangs í vinnu nefndarinnar á komandi haustþingi.

5) Önnur mál Kl. 09:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:35