3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 09:05


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:05
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05

Eyjólfur Ármannsson, Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Inga Valgerður Stefánsdóttir
Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 1. og 2. fundar voru samþykktar.

2) Kosning 2. varaformanns Kl. 09:06
Bryndís Haraldsdóttir lagði til að kosið yrði að nýju um 2. varaformann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði 2. varaformaður. Allir viðstaddir nefndarmenn studdu beiðnina og var hún því rétt fram borin.

Allir viðstaddir nefndarmenn kusu Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur í embætti 2. varaformanns.

3) Umsagnarbeiðnir Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda. Ákveðið var að heimildin taki eingöngu til mála þar sem umsagnarfrestur er hefðbundinn.

4) 113. mál - útlendingar Kl. 09:12
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 97. mál - skráning menningarminja Kl. 09:13
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:14
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40