30. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 15. janúar 2024 kl. 15:06


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:06
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 15:06
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 15:06
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 15:06
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:06
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:06

Eyjólfur Ármannsson boðaði forföll. Þá tók Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þátt í fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar samkvæmt heimild í 17. gr. þingskapa. Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Fundargerðir 27.-29. fundar voru samþykktar.

2) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 15:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bjarna Karlsson, Sigrúnu Júlíusdóttur, Ragnheiði B. Guðmundsdóttur og Sæunni Kjartansdóttur sem fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá mættu einnig Grímur Atlason frá Geðhjálp og Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

3) 349. mál - vopnalög Kl. 16:53
Lið frestað.

4) Önnur mál Kl. 16:54
Nefndin samþykkti með vísan til 26. gr. þingskapa að taka til umfjöllunar viðbrögð og aðgerðir almannavarna og ástand innviða vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.

Þá óskaði Halldóra Mogensen eftir því að opinn fundur yrði haldinn í nefndinni um framkvæmd fjölskyldusameininga einstaklinga frá Palestínu og hvernig stjórnvöld hyggjast beita sér í málinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:59