46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 12. mars 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:18
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:12
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:26
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Hákon Hermannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 707. mál - lögreglulög Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Drífu Kristínu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem hafa borist um málið.
Auk þess var sérstaklega óskað eftir afstöðu ráðuneytisins við ábendingum í umsögn nefndar um eftirlit með lögreglu, um að lögregla afhendi ekki í öllum tilvikum gögn og upplýsingar sem nefndin þarf til að sinna starfsskyldum sínum, sem og í skýrslum ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustunum og skyldum úrræðum. Óskað er eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvaða hindranir séu til staðar og hvernig ráðuneytið sé að bregðast við til að tryggja að lögreglan uppfylli skyldur vegna lögbundins eftirlits.

3) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 10:41
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti.

4) 24. mál - háskólar Kl. 10:34
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir.
Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

5) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2024–2027 og aðgerðaáætlun Kl. 10:40
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:18
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:24