34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 09:20


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:20
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:20
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:20
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:20
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:20
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:20
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:20

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:20
Fundargerðir lágu ekki fyrir.

2) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 09:20
Málið var afgreitt frá nefndinni með nokkrum breytingartillögum. Undir álitið skrifa: BjörgvS, SkH, ÞrB, JRG, SF,
BirgJ. Þeir nefndarmenn sem ekki skrifa undir álitið: RR, ÞKG.

3) Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Kl. 09:30
Stefán Eiríksson lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og svaraði spurningum nefndarmanna um mótmælin kringum Alþingishúsið í byrjun árs 2009.

4) 316. mál - menningarminjar Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Kristín Huld Sigurðardóttir og Þór Hjaltalín frá Fornleifavernd ríkisinsHjörleifur Stefánsson fyrir hönd íslensku ICOMOS-nefndarinnar og Garðar Guðmundsson frá Fornleifastofnun Íslands.

5) 267. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 10:00
Málið var tekið af dagskrá.

6) Önnur mál. Kl. 10:50
Mál 8, endurupptaka dómsmála, var tekið fyrir og kom flutningsmaður þess, Álfheiður Ingadóttir á fund nefndarinnar og kynnti frumvarpið fyrir nefndinni.

Fleira var ekki gert.

ÞKG boðaði forföll vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 11:20