65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í stigaherbergi í Skála, mánudaginn 18. júní 2012 kl. 12:45


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 12:45
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir SF, kl. 12:45
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 12:45
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir SkH, kl. 15:08
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 12:45
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 12:45
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 12:45
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 12:45

Nefndarritari: Sigrún Brynja Einarsdóttir

Bókað:

1) 709. mál - útlendingar Kl. 13:15
Arndís Anna Gunnarsdóttir frá innanríkisráðuneyti kom á fund nefndarinnar. Hún gerði grein fyrir efnisatriðum málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
Formaður var valinn framsögumaður málsins. Ákveðið var að afgreiða málið frá nefndinni. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Eygló Harðardóttir standa ekki að áliti meiri hluta nefndarinnar.

2) Önnur mál. Kl. 13:15
Formaður tók upp 716. mál, nauðungarsölu, sem nefndin hafði áður lokið afgreiðslu á, og bar upp við nefndarmenn mögulegar breytingartillögur við frumvarpið. Ákveðið var að fela formanni að skoða málið frekar milli funda.

BirgJ var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Fundi slitið kl. 13:20