21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
heimsókn í fangelsið á Hólmsheiði miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 15:45


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 15:45
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 15:45
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:45
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:45
Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 15:45
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 15:45
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 15:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 15:45

Eygló Harðardóttir og Valgerður Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Heimsókn í Fangelsið á Hólmsheiði Kl. 15:45
Nefndin fór í heimsókn til fangelsisins á Hólmsheiði þar sem Guðmundur Gíslason forstöðumaður og starfsfólk fangelsisins tók á móti nefndinni og kynnti starfsemina.

Pawel Bartoszek lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður hefur efasemdir um að rétt sé að skrá heimsóknir rétt eins og um fundi væri að ræða. Nefndin hefur ekki húsbóndavald á slíkum fundum, þeir eru ekki settir og þeim ekki slitið með hefðbundnum hætti, utanaðkomandi aðilar eru viðstaddir og nefndarmenn ekki að fullu frjálsir orða sinna.“

Fundi slitið kl. 17:30