2. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. desember 2017 kl. 10:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 10:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 10:30

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

2) 8. mál - dómstólar o.fl. Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Kolbrún Garðarsdóttir frá félagi kvenna í lögmennsku og Áslaug Björgvinsdóttir. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - útlendingar Kl. 11:23
Á fund nefndarinnar komu Lilja Borg Viðarsdóttir og Ívar Már Ottason frá dómsmálaráðuneyti og Elísabet Pétursdóttir og Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:54
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

Samþykkt var að óska eftir að dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kæmu á fund nefndarinnar til að fjalla um fjármögnun verkefna ráðuneytanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00