45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Gísli Garðarsson (GGarð) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:20

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 10:22.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Þórey Guðmundsdóttir, Olga Ólafsdóttir, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir frá Íslandsdeild gegn ofbeldi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir og Jenný Ingudóttir frá embætti landlæknis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 496. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar komu Heiðdís Dögg Eiríksdóttir frá Félagi heyrnarlausra ásamt lögfræðingi félagsins, Karólínu Finnbjörnsdóttur, og Kristín Lena Þorvaldsdóttir frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Táknmálstúlkur var viðstaddur fundinn.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Rannveig Sverrisdóttir og Gauti Kristjánsson frá íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:45
Dagskrárlið frestað.

5) 549. mál - helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Fanney Óskarsdóttir og Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Ólafsson og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 70. mál - dómstólar o.fl. Kl. 10:26
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 10:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði eftir að nefndin fjallaði um verklagsreglur lögreglu á mótmælum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði jafnframt eftir að haldinn yrði opinn fundur með dómsmálaráðherra til að fjalla um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu frá 12. mars 2019.

Hlé var gert á fundi kl. 10:30-10:45.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:17