44. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 13:00


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 13:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir ÖJ, kl. 13:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00

Brynjar Níelsson og Karl Garðarson boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 13:00
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, kom á fund nefndarinnar og afhenti henni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kom hann jafnframt á framfæri tillögu um að skýrslan yrði rædd á þingfundi áður en hún færi til efnislegrar umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Birgitta Jónsdóttir, 2. varaformaður, tók á móti skýrslunni fyrir hönd nefndarinnar og lagði til að slík heimild yrði veitt, sbr. 2. mgr. 13. laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Var það samþykkt.

2) Önnur mál Kl. 13:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:12