Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna

(1404077)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
30.08.2016 62. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Tillaga formanns um að afgreiða álit nefndarinnar samþykkt með fyrirvara um athugasemdir sem kunni að berast í dag.

Nefndin fjallaði um erindi Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðs Bolungarvíkur. Samþykkt að senda Samtökunum bréf um að málið verði að leysa fyrir dómstólum.
25.08.2016 61. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin fjallaði um málið. Fyrirhugað að afgreiða á næsta fundi, þriðjudaginn 30. ágúst n.k.
23.08.2016 60. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Formaður kynnti drög að áliti nefndarinnar og að stefnt væri að því að taka fyrir að nýju á næsta fundi og afgreiða eftir viku. Nefndin fjallaði um málið.
09.05.2016 43. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin fjallaði um málið.
03.05.2016 42. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Á fundinn komu Harpa Jónsdóttir og Gerður Ísberg frá Seðlabankanum, Ragnar Hafliðason, Björk Sigurgísladóttir og Guðmundur Jónsson frá Fjármálaeftirlitinu, Gunnar Haraldsson fyrrv. stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Guðlaugur Þ. Þórðarson fyrrv. settur fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fyrrv. fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon fyrrv. efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni M. Mathiesen fyrrv. fjármálaráðherra ræddi við nefndina í síma.

Umfjöllunarefni fundarins var einkum Sparisjóðurinn í Keflavik, síðar Spkef sparisjóður og ákvarðanir stjórnvalda tengdar honum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum varðandi skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.
17.03.2016 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð og gestakomur vegna málsins.
07.03.2016 32. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð og gestakomur vegna málsins.
01.03.2016 30. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð.
16.02.2016 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Formaður fór yfir meðferð málsins.

Bókun frá Ögmundi Jónassyni formanni.
Í tilefni af umfjöllun um skýrsluna þar sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið koma við sögu, vil ég upplýsa að dóttir mín hefur verið starfsmaður Seðlabankans síðan 2006 og sumarstarfsmaður í bankanum sumrin 2004 og 2005. Hún var um skeið varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins, eða frá febrúar 2009 til september 2010 þegar hún fór í námsleyfi. Á þessu tímabili var hún í fæðingarorlofi frá desemberbyrjun 2009 til maíloka 2010.
24.09.2015 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð.
06.05.2015 51. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin fjallaði um málið.
12.03.2015 41. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð.
11.03.2015 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð.
04.12.2014 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Á fundinn komu Hrannar Már S. Hafberg, Tinna Finnbogadóttir og Bjarni Frímann Karlsson, sem sátu í rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Gestir gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.
05.05.2014 48. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.
29.04.2014 46. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð.
11.04.2014 66. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Sameiginlegur fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og efnahags- og viðskiptanefndar.
Á fund nefndarinnar komu Hrannar Hafberg, Tinna Finnbogadóttir og Bjarni Frímann Karlsson frá rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Gestirnir kynntu nefndunum helstu niðurstöður skýrslu nefndarinnar frá 10. apríl 2014 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
11.04.2014 45. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Á fund nefndarinnar komu Hrannar Hafberg, Tinna Finnbogadóttir og Bjarni Frímann Karlsson frá rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Gerðu þau grein fyrir helstu niðurstöðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Samþykkti rannsóknarnefndin að mæta á fund nefndarinnar vegna málsins haustið 2014.
10.04.2014 44. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, kom á fund nefndarinnar og afhenti henni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kom hann jafnframt á framfæri tillögu um að skýrslan yrði rædd á þingfundi áður en hún færi til efnislegrar umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Birgitta Jónsdóttir, 2. varaformaður, tók á móti skýrslunni fyrir hönd nefndarinnar og lagði til að slík heimild yrði veitt, sbr. 2. mgr. 13. laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Var það samþykkt.
10.04.2014 43. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Nefndin ræddi málsmeðferð skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Samþykkt var að senda forseta Alþingis bréf þar sem m.a. væri komið á framfæri sjónarmiðum um mikilvægi þess að þingmönnum gæfist nægilegt ráðrúm til að kynna sér mál sem þessi áður en þau væru sett á dagskrá þingfundar og að eðlilegt væri að forseti væri framsögumaður skýrslna af þessu tagi en ekki ráðherra þess málaflokks sem til umfjöllunar væri.