6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. október 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:55
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Sigrúnu Magnúsdóttur (SigrM), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:44
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Björn Leví Gunnarsson vék af fundi þegar Jón Þór Ólafsson kom kl. 8:55.
Helgi Hjörvar boðaði forföll á fundinn.
Brynjar Níelsson, Karl Garðarsson, Pétur H. Blöndal og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:50
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um lyf fyrir börn Kl. 08:30
Á fundinn komu Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti, Helga Þórisdóttir frá Lyfjastofnun, Bryndís Kjartansdóttir og Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir efni reglugerðarinnar og stjórnskipulegum álitaefnum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 08:55
Á fundinn kom Sigrún Jóhannesdóttir frá forsætisráðuneyti og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og gerðu grein fyrir efni tilskipunarinnar og að þörf væri á að breyta upplýsingalögum til að innleiða efni hennar.

4) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og gerðu grein fyrir efni tilskipunarinnar og stjórnskipulegu álitaefnum málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:35
Jón Þór Ólafsson óskaði eftir að nefndin fjallaði um málsmeðferð sýslumanna við framkvæmd uppboða. Ákveðið að skoða á milli funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:35