Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um lyf fyrir börn

(1309083)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.11.2014 14. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Einar Magnusson og Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti og Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti.

Fyrir fundinum lágu álit velferðarnefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
13.11.2014 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um lyf fyrir börn
Formaður fór yfir drög að áliti til utanríkismálanefndar. Allir með á álitinu.
29.10.2014 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um lyf fyrir börn
Formaður gerði grein fyrir drögum að áliti til utanríkismálanefndar og nefndin ræddi málið. Ákveðið að óska eftir að fá Björgu Thorarensen og Stefán Má Stefánsson á fund nefndarinnar til að fara yfir álitaefni um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB.
09.10.2014 6. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um lyf fyrir börn
Á fundinn komu Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti, Helga Þórisdóttir frá Lyfjastofnun, Bryndís Kjartansdóttir og Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir efni reglugerðarinnar og stjórnskipulegum álitaefnum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
19.11.2013 9. fundur utanríkismálanefndar Lyf fyrir börn
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.
15.11.2013 8. fundur utanríkismálanefndar Lyf fyrir börn
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.
13.11.2013 8. fundur velferðarnefndar Lyf fyrir börn
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu til utanríkismálanefndar.
16.10.2013 3. fundur velferðarnefndar Reglugerð ESB nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn.
Til að kynna efni gerðarinnar og svara spurningum nefndarmanna komu á fund nefndarinnar Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneyti og Helga Þórisdóttir frá Lyfjastofnun.