10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 15:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 15:07
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00

Valgerður Bjarnadóttir var fjarverandi vegna annars fundar.
Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 15:50 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Frestað.

2) Málefnasvið nefnda. Kl. 15:00
Formaður fór yfir mál sem nefndin hefur áður tekið til umfjöllunar vegna álitaefna um hvort þau heyri undir málefnasvið nefndarinnar eða allsherjar- og menntamálanefndar.

Formaður kynnti að hann 1. varaformaður hefðu átt fund með formanni allsherjar- og menntamálanefndar og lagði til að erindi um:

Framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála,
Um skyldur sérstaks saksóknara og héraðsdómara í tengslum við símahlustun, húsleitir o.fl.,
Verklag embættis sérstaks saksóknara við rannsókn mála,

yrðu send allsherjar- og menntamálanefnd til umfjöllunar.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um mál sem varðar framkvæmd sýslumanna við uppboð.

Varðandi beiðni Birgittu Jónsdóttur um að nefndin fjalli um samantekt um skipulag lögreglu við mótmælin 2008 - 2011, lagði formaður til að allsherjar- og menntamálanefnd fjalli almennt verklag lögreglu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni fjalli um skýrsluna, söfnun upplýsinga, persónuverndarsjónarmiðin o.fl.

Nefndin samþykkti tillögur formanns.

3) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 15:40
Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og gerðu grein fyrir tillögu að lausn á stjórnskipulegum álitaefnum sem byggist á svokallaðri tveggja stoða lausn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að óska eftir að Björg Thorarensen og Stefán Már komi á fund nefndarinnar til að fjalla um stjórnskipulegar heimildir landsréttar við innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um lyf fyrir börn Kl. 15:15
Formaður gerði grein fyrir drögum að áliti til utanríkismálanefndar og nefndin ræddi málið. Ákveðið að óska eftir að fá Björgu Thorarensen og Stefán Má Stefánsson á fund nefndarinnar til að fara yfir álitaefni um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB.

5) Önnur mál Kl. 15:20
Nefndin fjallaði um frumvarp um gagnageymd. Lagt til að fá gesti á fund vegna málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:13