14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:20
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Árni Páll Árnason og Brynjar Níelsson voru fjarverandi. Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 09:05 vegna annarra þingstarfa. Helgi Hjörvar vék af fundi kl. 09:15 vegna annarra þingstarfa. Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:00. Vigdís Hauksdóttir varamaður vék af fundi kl. 10:20 þegar Elsa Lára Arnardóttir nefndarmaður mætti á fundinn.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 11., 12. og 13. fundar voru samþykktar.

2) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:05
Á fundinn komu Jón Ólafsson frá Gagnsæi samtökum gegn spillingu, Henry Alexander Henrysson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Eiríkur Svavarsson frá Lögmannafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum varðandi þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:00
Á fundinn komu Björg Ásta Þórðardóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Margrét Hjálmarsdóttir og Eygló Sif Sigfúsdóttir frá Einkaleyfastofunni, Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu, Katrín María Andrésdóttir og Sveinn Sæland frá Sambandi garðyrkjubænda, Inga Skarphéðinsdóttir frá Félagi atvinnurekenda og Júlíus Aðalsteinsson frá Bandalagi íslenskra skáta. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum varðandi frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 11:15
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15