79. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 09:12


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:12
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:12
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:59
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:12
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:12
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:12
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:33

Jón Gunnarsson boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:07
Fundargerðir 77. og 78. fundar samþykktar.

2) 775. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Valur Guðmundsson og Eyþóra Hjartardóttir frá Vegagerðinni, Guðjón Bragason og Vigdís Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Baldur Dýrfjörð frá Samorku. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

3) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09