38. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 13:15


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 13:15
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 13:15
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:20
Róbert Marshall (RM), kl. 13:15
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:20

Elín hirst boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.
Höskuldur Þórhallsson vék af fundi kl. 14:15 og snéri aftur kl. 15:00.
Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 15:20.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 101. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 13:15
Nefndin fjallaði um málið.

2) 133. mál - uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 13:20
Nefndin fjallaði um málið.

3) 400. mál - vatnsveitur sveitarfélaga Kl. 13:25
Nefndin fjallaði um málið.

4) 404. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 13:25
Nefndin fjallaði um málið.

5) 10. mál - þjóðgarður á miðhálendinu Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar komu Ólöf Ýrr Atladóttir frá Ferðamálastofu, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Steinar Kaldal frá Landvernd, Sigrún Karlsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson frá Veðurstofunni og Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku.

6) 131. mál - stofnun loftslagsráðs Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar komu Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógrækt ríkisins, Brynjólfur Jónsson frá Skógræktarfélagi Íslands og Halldór Björnsson frá Veðurstofunni.

7) 160. mál - aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar komu Halldór Björnsson frá Veðurstofunni, Helgi Jensson og Sigurrós Friðriksdóttir frá Umhverfisstofnun og Jóhann Sigurðsson og Sólveig Ólafsdóttir frá Hafrannsóknastofnun.

8) 328. mál - notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum Kl. 15:30
Á fund nefndarinnar komu Freyr Hermannsson og Kristinn Wiium frá foreldrahópnum Nýjan völl án tafar, öll gúmmíkurl til grafar, Fríða Rún Þórðardóttir frá Astma- og ofnæmisfélaginu, Þorbjörn Jónsson og Þórarinn Guðnason frá Læknafélaginu og Eðvald Einar Stefánsson frá umboðsmanni barna.

9) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00