37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 15:20


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:20
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:20
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:20
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:26
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 17:16
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:20

Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Helga Vala Helgadóttir boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 17:51.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:20
Fundargerð 36. fundar samþykkt.

2) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 15:21
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Ágústsdóttir og Rakel Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun. Gerðu þær grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Auður Magnúsdóttir frá Landvernd. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu Óli Grétar Blöndal Sveinsson og Geir Arnar Marelsson frá Landsvirkjun. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum Landsvirkjunar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Ásmundsson, Guðjón Axel Guðjónsson og Sverrir Jan Norðfjörð. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum Landsnets og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Bjarni Guðmundsson og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 480. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024 Kl. 17:01
Á fund nefndarinnar mættu Karl Björnsson og Vigdís Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Páll S. Brynjarsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál á fund nefndarinnar. Fulltrúar hópsins voru Sigríður Þorgrímsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Björn Barkarson og Þórarinn Sólmundarson. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 18:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:33