45. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 15:12


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:12
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:12
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:12
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:12
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:22
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:12
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:12
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:12

Líneik Anna Sævarsdóttir og Jón Gunnarsson boðuðu forföll.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 17:04.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:21
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 15:12
Á fund nefndarinnar mættu Kristinn Halldór Einarsson og Sigþór U. Hallfreðsson frá Blindrafélaginu og Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Kristín Helga Markúsdóttir, Guðrún Huld Birgisdóttir og Aron Freyr Jóhannsson frá Samgöngustofu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum
nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

3) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 17:19
Frestað.

4) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 17:19
Frestað.

5) 311. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar Kl. 17:20
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 17:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:22