48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2020 kl. 15:10


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:10
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:17
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:10
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:10
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:19
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:10

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 15:11
Á fund nefndarinnar mættu Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Valtýr Þórisson frá Vegagerðinni. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 15:11
Á fund nefndarinnar mættu Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Valtýr Þórisson frá Vegagerðinni. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Uppbygging innviða Kl. 16:29
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt Árnason frá forsætisráðuneytinu, Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hermann Sæmundsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þeir vinnu og niðurstöður átakshóps um úrbætur á innviðum, sem skipaður var í kjölfar fárviðrisins í desember 2019, og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 611. mál - náttúruvernd Kl. 17:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 612. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 17:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti

7) 367. mál - könnun á hagkvæmni strandflutninga Kl. 17:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 17:59
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 18:00