57. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 09:06


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:06
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

2) 773. mál - leigubifreiðar Kl. 09:06
Nefndin ræddi við Sóleyju Ragnarsdóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gegnum fjarfundarbúnað. Kynnti hún málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 776. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 09:27
Nefndin ræddi við Kjartan Ingvarsson og Stefán Einarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í gegnum fjarfundarbúnað. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reykjavíkurflugvöllur og staða samkomulags um rannsóknir í Hvassahrauni Kl. 14:58
Nefndin ræddi við Sigurð Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ingveldi Sæmundsdóttur, Sigurberg Björnsson, Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Eyjólf Árna Rafnsson formann stýrihóps um flugvallakosti á suðvesturhorninu, Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Þorstein Hermannsson frá Reykjavíkurborg um málefni Reykjavíkurflugvallar og stöðu samkomulags um rannsóknir í Hvassahrauni, í gegnum fjarfundarbúnað.

5) Leiðbeiningar um fundahöld og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda frá 4. maí Kl. 11:14
Rætt var um skyldu nefndarmanna til að vera í mynd á fjarfundi. Formaður gerði grein fyrir leiðbeiningum um fundahöld og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda frá 4. maí.

Nefndin samþykkti einróma að óska eftir úrskurði forseta um skilning og framkvæmd leiðbeininganna með vísan til 5. mgr. 8. gr. þingskapa Alþingis.

6) 611. mál - náttúruvernd Kl. 11:18
Nefndin ræddi málið.

7) 775. mál - fjarskipti Kl. 11:29
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 11:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:34