26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 09:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 12:03.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) 280. mál - umferðarlög Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Árni Davíðsson og Erlendur S. Þorsteinsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Bergþóra Kristinsdóttir og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni og Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Samkeppnishæfni flugrekstrar á Íslandi Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Valgerður B. Eggertsdóttir frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bjarnheiður Gautadóttir og Gissur Pétursson frá félagsmálaráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Kristín Helga Markúsdóttir og Einar Örn Héðinsson frá Samgöngustofu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Magnús Norðdahl og Drífa Snædal frá Alþýðusambandi Íslands og Unnur Sverrisdóttir, Sverrir Brynjar Berndsen og Edda Bergsveinsdóttir frá Vinnumálastofnun og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Jón Þór Þorvaldsson, Sonja Bjarnadóttir, Sara Hlín Sigurðardóttir og Guðmundur Þorvarðarson frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:09