55. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. maí 2023 kl. 09:46


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:46
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:46
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:46
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:46
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:46
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:46
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:46

Orri Páll Jóhannsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðuðu forföll.
Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:46
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:06
Nefndin ræddi málið.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðuneytisins þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

3) 589. mál - umferðarlög Kl. 10:10
Nefndin ræddi málið.

4) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:24
Frestað.

5) Flugáhafnir og notkun adhd-lyfja Kl. 10:21
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu vegna nýlegra frétta um bann flugáhafna við notkun adhd-lyfja, m.a. um framkvæmd reglna þessu lútandi hérlendis og í nágrannalöndum.

6) Önnur mál Kl. 09:47
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24