23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:10
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:10

Andrés Ingi Jónsson, Vilhjálmur Árnason og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 450. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrund Pétursdóttur og Hjalta Árnason frá Byggðastofnun, Aðalstein Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Katrínu M. Guðjónsdóttur frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Dagmar Ýr Stefánsdóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Þá komu á fund nefndarinnar Katrín Pétursdóttir og Sverrir Falur Björnsson frá Bændasamtökum Íslands.

3) 314. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 10:49
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Þór Gunnsteinsson og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá innviðaráðuneyti.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/959 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og ákvörðun (ESB) 2015/1814 um að koma á fót o Kl. 11:35
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nenfdarmönnum.
Undir álitið rita Bjarni Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ingibjörg Isaksen og Orri Páll Jóhannsson.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/958 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænna Kl. 11:35
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nenfdarmönnum.
Undir álitið rita Bjarni Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ingibjörg Isaksen og Orri Páll Jóhannsson.

6) 535. mál - landsskipulagsstefna fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 11:36
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

7) 542. mál - lögheimili og aðsetur o.fl. Kl. 11:40
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 5. desember.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

8) 543. mál - viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir Kl. 11:45
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 7. desember.
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

9) 183. mál - skipulagslög Kl. 11:45
Nefndin ræddi málið.

10) 205. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 11:50
Nefndin ræddi málið.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

11) Varaflugvallargjald Kl. 11:52
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneyti um varaflugvallargjald. Óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort verið sé að nýta að fullu það gjald sem innheimt er til uppbyggingar og viðhalds á varaflugvöllum og um hvaða framkvæmdir hafa farið fram úr áætlunum og þurfa aukið fjármagn.

12) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55