31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðja, þriðjudaginn 16. janúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:10
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:10
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:10

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:13 og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir kl. 11:15.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 400. mál - umferðarlög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði B. Eggertsdóttur og Gauta Daðason frá innviðaráðuneyti.

Þá fékk nefndin á sinn fund Bjartmar Stein Guðjónsson frá Samtökum iðnaðarins og Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu fyrir hönd Samtaka Ökuskóla.

Einnig komu á fund nefndarinnar Anna Guðmunda Ingvarsdóttir og Herdís Björk Brynjarsdóttir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

3) 479. mál - Náttúrufræðistofnun Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Guðmundsson, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Sigríði Svönu Helgadóttur, Magnús Guðmundsson, Eydísi Líndal Finnbogadóttur og Gunnar Hauk Kristinsson frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti.

Sigríður Svana Helgadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40