6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2012 kl. 09:47


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:47
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:47
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:47
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:50
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:47
Róbert Marshall (RM), kl. 09:53
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:47

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:47
Umfjöllun frestað.

2) 171. mál - fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014 Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið og afgreiddi með nefnaráliti með breytingartillögu. Að nefndarálitinu stóðu GLG, ÓÞ, RM, MÁ og ÁI.

3) 172. mál - tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022 Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið og afgreiddi það með nefndaráliti. Að nefndarálitinu stóðu GLG, ÓÞ, RM, MÁ og ÁI.

4) Bjarnarflag. Kl. 10:18 - Opið fréttamönnum
Á fundinn komu Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, og Kristján Geirsson og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, deildarstjórar hjá Umhverfisstofnun. Gestirnir ræddu sín sjónarmið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 124. mál - landflutningalög Kl. 09:56
GLG var skipaður framsögumaður málsins.

6) 120. mál - miðstöð innanlandsflugs Kl. 09:56
Umfjöllun var frestað.

7) 83. mál - gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða Kl. 09:56
MÁ var skipaður framsögumaður málsins.

8) 3. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 09:57
MÁ var skipaður framsögumaður málsins.

9) Önnur mál. Kl. 12:06
Fleira var ekki rætt.

BÁ vék af fundi kl. 11:10.
ÓÞ var fjarverandi vegna annarra fundarstarfa.
AtlG boðaði fjarvist.
ÁJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:06