21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2012 kl. 09:35


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:35
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:35
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 11:04
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:35
Róbert Marshall (RM), kl. 09:35
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:35

ÁJ og MÁ voru fjarverandi.
ÁsmD vék af fundi kl. 10:59.
BÁ vék af fundi kl. 10:30 - 10:56.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:36
Dagskrárlið frestað.

2) Fjárhagur sveitarfélaga. Kl. 09:36
Nefndin fékk á sinn fund Þórir Ólafsson, Eirík Benónýsson og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu, Elínu Pálsdóttur frá Jöfnunarsjóði og innanríkisráðuneytinu, Karl Björnsson og Gunnlaug Julíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigurð Guðmundsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Einnig voru Aðalsteinn Þorsteinsson, Snorri Björn Sigurðsson og ? frá Byggðastofnun á fundi nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 179. mál - umferðarlög Kl. 10:36
Á fund nefndarinnar komu Már Guðnason frá ASÍ, Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandi Íslands, Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, og Þorbjörn Jónsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélagi Íslands. Einnig Bjarni Stefánsson og Erna jónmundsdóttir á símafundi. Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 11:48