41. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. mars 2016 kl. 08:50


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:50
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:50
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:15
Elín Hirst (ElH), kl. 08:50
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll vegna veðurs.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 328. mál - notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum Kl. 08:50
Á fund nefndarinnar komu Gísli Gíslason og Klara Bjartmarz frá KSÍ, Gunnlaug Einarsdóttir og Gunnar Alexander Ólafsson frá Umhverfisstofnun, Þórgnýr Thoroddsen, Árnýu Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Hrólfur Jónsson og Ómar Einarsson frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason og Lúðvík Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

2) Málefni Hvalfjarðargangna Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Gylfi Þórðarson, Gísli Gíslason og Hafsteinn S. Hafsteinsson frá Speli. Fjölluðu þeir um rekstur Hvalfjarðargangna, gjaldtöku, afkomu og önnur tengd atriði.

3) 247. mál - mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4. apríl.

4) 102. mál - mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4. apríl.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40