15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Pósttilskipunin 2008/6/EB. Kl. 09:00
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-5.

Á fund nefndarinnar komu Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti, Björn Freyr Björnsson, Rúnar Guðjónsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Bjarnheiður Gautadóttir og Linda Fanney Valgeirsdóttir frá velferðarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ákvörðun (ESB) 2017/899 um notkun 470-490 MHz tíðnisviðs innan sambandsins Kl. 09:00
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) Reglugerð (ESB) 2017/352 um fjárhagslegt gagnsæi í rekstri hafna Kl. 09:00
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

5) Tilskipun (ESB) 2015/1794 um breytingu á á tilskipunum 2008/94/EB, 2009/38/EB, 2002/14/EB, 98/59/EB og 2001/23/EB um farmenn Kl. 09:00
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

6) 190. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 09:43
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) 239. mál - umhverfismat fyrir gerð láglendisvegar um Mýrdal Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

Vilhjálmur Árnason var skipaður framsögumaður málsins.

8) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 10:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

9) Önnur mál Kl. 10:30
Rætt var um störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:38