30. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 15:05


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:17
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 15:47.
Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 16:46.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 28. og 29. fundar voru samþykktar.

2) 390. mál - fjarskipti Kl. 15:17
Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögum.

3) 479. mál - stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029 Kl. 15:27
Á fund nefndarinnar mættu Jón Geir Pétursson og Dagný Arnarsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Guðjón Bragason, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í verkefnisstjórn. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 16:15
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Íris Bjargmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 480. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024 Kl. 16:47
Á fund nefndarinnar mættu Hólmfríður Sveinsdóttir og Hermann Sæmundsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 17:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:29