43. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 8. júní 2018 kl. 12:22


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 12:22
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 12:22
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 12:22
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 12:22
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 12:22
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 12:22
Smári McCarthy (SMc) fyrir Söru Elísu Þórðardóttur (SEÞ), kl. 12:22
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:22

Jón Gunnarsson og Karl Gauti Hjaltason voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:22
Fundargerðir 40. og 41. fundar samþykktar.

2) 455. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna Kl. 12:23
Framsögumaður, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum.

3) 111. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 12:33
Framsögumaður, Vilhjálmur Árnason, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum.

4) Önnur mál Kl. 12:42
Ákveðið var að nefndin fengi gesti á sinn fund vegna umfjöllunar um loftslagsmál í upphafi nýs þings.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:45