4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. september 2018 kl. 08:34


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:34
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:40
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:34
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:34
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:34
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:02

Helga Vala Helgadóttir boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Fundargerðir 1. - 3. fundar samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá umhverfis- og auðlindaráðherra á 149. löggjafarþingi (2018 - 2019) Kl. 08:36
Á fund nefndarinnar mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Sigríði Auði Arnardóttur og Sigríður Svönu Helgadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðherra kynnti þau mál sem hann hyggst leggja fyrir á 149. löggjafarþingi og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 32. mál - vegalög Kl. 09:20
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 09:21
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 81. mál - vaktstöð siglinga Kl. 09:21
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 09:27
Nefndin ræddi skipulag nefndarstarfa.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:28