51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 08:33


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:33
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 08:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:33
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 08:38
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:33
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:42
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 08:33

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll.

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 08:38.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:51
Fundargerðir 49. og 50. fundar samþykktar.

2) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 08:33
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Að nefndaráliti standa Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Hanna Katrín Friðriksson og Karl Gauti Hjaltason.
Að auki skrifa undir álitið Helga Vala Helgadóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Bergþór Ólason samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 416. mál - öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða Kl. 08:39
Á fund nefndarinnar mættu Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu gestir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 09:53
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:53