Ferill 443. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1668  —  443. mál.
Leiðréttir töluliðir.

Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      1.–2. málsl. tillögugreinarinnar orðist svo: Alþingi ályktar að efla skuli íslensku sem opinbert mál og tryggja að hún verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Aðgerðaáætlun til þriggja ára á því sviði verði útfærð í víðtæku samstarfi.
     2.      Við kaflann Vitundarvakning um íslenska tungu.
                  a.      Við 1. málsl. bætist: sbr. verkefnið Áfram íslenska.
                  b.      3. málsl. falli brott.
     3.      Í stað orðanna „unnið verður áfram“ í aðgerðinni Mikilvægi læsis komi: því verði áfram unnið.
     4.      Aðgerðin Skólabókasöfn falli brott.
     5.      Við aðgerðina Kennsla á íslensku bætist: eða íslensku á táknmáli, þar sem það á við.
     6.      Við aðgerðina Stafrænt námsefni.
                  a.      Orðið „stafrænu“ falli brott.
                  b.      Heiti aðgerðarinnar orðist svo: Námsefnisútgáfa.
     7.      Fyrri málsliður aðgerðarinnar Íslenskunám fullorðinna innflytjenda orðist svo: Settur verði hæfnirammi um íslenskunám innflytjenda og viðeigandi námsleiðir þróaðar með auknu og fjölbreyttara framboði námskeiða og námsefnis á öllum stigum og fyrir ólíka miðla.
     8.      Aðgerðirnar Innlend dagskrárgerð og Einkareknir fjölmiðlar verði sameinaðar og orðist svo, ásamt fyrirsögn:
         Fjölmiðlun og innlend dagskrárgerð.
                  Innlend dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og vef verði efld og aðgengi tryggt að fjölbreyttu efni á íslensku með íslensku táknmáli eða texta. Stutt verði við starfsemi einkarekinna fjölmiðla vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis á íslensku.
     9.      Aðgerðirnar Bókaútgáfa og Barna- og ungmennabókmenntasjóður verði sameinaðar og orðist svo, ásamt fyrirsögn:
         Bókmenning.
                  Sköpuð verði skilyrði fyrir fjölbreytta útgáfu bóka svo að tryggt sé að fólk á öllum aldri geti áfram lært, lesið og skapað á íslensku. Sérstök áhersla verði lögð á efni fyrir yngri lesendur, m.a. með nýjum styrktarsjóði fyrir barna- og ungmennabækur. Hugað verði að hlutverki og mikilvægi þýðinga fyrir þróun íslensks máls og styrkir til þýðinga auknir og hugað að þeim á fleiri sviðum, svo sem í upplýsingatækni, vefefni, hugbúnaði og tæknibúnaði.
     10.      Aðgerðin Almenningsbókasöfn orðist svo, ásamt fyrirsögn:
         Bókasöfn.
                  Starfsemi skólabókasafna og almenningsbókasafna verði efld og þjónusta við nemendur og almenning bætt. Áhersla verði lögð á aðgang að nýju og fjölbreyttu efni á íslensku.
     11.      Við kaflann Menning bætist fjórar nýjar aðgerðir, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
                  a.      ( Tónlist.)
                       Stuðlað verði að aukinni frumsköpun í tónlist og textasmíð á íslensku.
                  b.      ( Myndlist.)
                       Stuðlað verði að aukinni meðvitund um mikilvægi íslensks máls þegar fjallað er um myndlist, hún greind og henni miðlað.
                  c.      ( Sviðslistir.)
                       Keppt verði að því að íslenskt mál verði notað sem víðast og á fjölbreyttan hátt í sviðslistum hér á landi.
                  d.      ( Kvikmyndir og sjónvarpsefni.)
                       Áfram verði dyggilega stutt við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis á íslensku og hugað sérstaklega að efni fyrir yngri áhorfendur. Stuðningur verði aukinn við þýðingar, textun og talsetningu slíks efnis.
     12.      Fyrirsögn kaflans Menning orðist svo: Menning og listir.
     13.      Aðgerðin Orðasöfn orðist svo, ásamt fyrirsögn:
         Orðasöfn og orðanefndir.
                  Stuðlað verði að opnu aðgengi almennings að upplýsingaveitum um íslenskt mál, svo sem orðabókum, orðasöfnum og málfarssöfnum. Einnig verði stutt við starf orðanefnda til að tryggja að íslenskur fræðiorðaforði og íðorðastarf eflist.
     14.      Á eftir orðunum „notkun íslensku“ í aðgerðinni Viðmið um málnotkun komi: íslensks táknmáls.
     15.      Aðgerðin Orðanefndir falli brott.
     16.      Í stað ártalsins „2020“ í aðgerðinni Málstefna um íslenskt táknmál komi: 2021.
     17.      Fyrirsögn II. kafla orðist svo: AÐGERÐAÁÆTLUN 2019–2021.